Fara í efni

Heimsóknartakmarkanir á legudeild HVE og Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

14.02.2022
Fréttir

Starfsfólk legudeildar HVE í Stykkishólmi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að heimsóknir á deildina takmarkis nú við nánustu aðstandendur og sjúklingar geti aðeins tekið á móti einu gesti í einu. Áhersla er lögð á að gestir beri grímu og gæti vel að persónubundnum sóttvörnum á meðan heimsókn stendur, ekki er ráðlagt að einstaklingar undir 16 ára heimsæki deildina. Þá er ítrekað að fólk komi ekki í heimsók sé það með einkenni, í einangrun eða smitgát, nýkomið erlendis frá eða að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ STARFSFÓLKI HVE Í HEILD SINNI.

Dvalarheimilið í Stykkishólmi tekur í sama streng og hefur einnig sent frá sér sambærilega yfirlýsingu. Þar kemur fram að heimilisfólk taki aðeins á móti einum gest í einu, gestir fari beint inn á herbergi en ekki í almannarými, 16 ára og yngri komi ekki í heimsókn og gestir gæti vel að persónubundnum sóttvörnum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ DVALARHEIMILINU Í STYKKISHÓLMI Í HEILD SINNI.

Getum við bætt efni síðunnar?