Fara í efni

Fyrsta áfanga lokið

18.08.2021
Fréttir

Fyrsta áfanga malbikunarframkvæmda í Stykkishólmi er nú lokið. Búið er að opna allar götur þar sem framkvæmdir stóðu yfir og óhætt að segja að vel hafi tekist til. Mikil breyting til hins betra hefur orðið á hafnarsvæði og sömuleiðis á Aðalgötu.

Malbikun Akureyrar, sem sá um framkvæmdirnar, stendur nú í framkvæmdum í Grundarfirði en að þeim loknum verður næsti áfangi malbikaður í Stykkishólmi, m.a. verður Sæmundarreitur malbikaður þá. Gera má ráð fyrir að þær framkvæmdir hefjist seinni part næstu viku.

Einnig er vakin athygli á því að Malbikun Akureyrar tekur að sér malbikun á innkeyrslum og bílastæðum. Íbúum sem hafa áhuga á að láta malbika hjá sér innkeyrsluna er bent á að hafa samband við Jón Smára hjá Malbikun Akureyrar í síma 854-2211

 
Getum við bætt efni síðunnar?