Friðargöngunni aflýst í ár
Hefð hefur skapast í Hólminum fyrir friðargöngu á Þorláksmessu sem er fastur liður hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Í ljósi aukinna smita á landinu hefur hefðbundinni firðargöngu verið aflýst en þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að fara í sína eigin friðargöngu hver fyrir sig eða kveikja á kyndli eða friðarkerti fyrir utan heimili sitt kl. 18.00 á Þorláksmessu og fá sér jafnvel bolla af heitu súkkulaði með rjóma eða öðrum bragðbæti.
Níundi bekkur grunnskólans selur kyndla á 1000 kr stk., ágóði sölunnar fer í ferðasjóð bekkjarins. Áhugasamir geta sett sig í samband við Þórhildi Eyþórsdóttur í síma 696-6556 til að nálgast kyndlana. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og sýna friðarvilja í verki.