Fara í efni

Fjölmiðlar og landsbyggðir ? málstofa í streymi

10.05.2021
Fréttir
Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30. 
Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum.  
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið. 
Dagskrá: 
Setning - Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra  
Horft út um glugga borgarmúrsins - Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar SSNE
Vandi staðbundinnar fjölmiðlunar - Birgir Guðmundsson dósent við fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri
Hvítu blettirnir í fjölmiðlun: Lærdómur frá Norðurlöndunum um stöðu staðbundinna miðla og hlutverk ríkisfjölmiðla - Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar 
RÚV okkar allra - Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. 
Pallborðsumræður
Málstofan verður haldin í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarnareglna er ekki hægt að hafa viðburðinn opinn almenningi. 
Fólk er hvatt til að fylgjast með á vefnum. Málstofunni verður streymt á Youtube og upptaka gerð aðgengileg að honum loknum. 
SSV mun birta hlekk á fundinn þegar nær dregur.
 

Getum við bætt efni síðunnar?