Engin áramótabrenna í ár
Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennu í ár í ljósi aukinna samkomutakmarkana og smita í landinu. Mikilvægt er að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar heldur vinni frekar að því að fækka smitum, m.a. með því að forðast mannmergð og leggja áherslu á fagna hátíðunum í minni hópum.
Gert er ráð fyrir bjartviðri á gamlársdag, hægum vindi og lítilsháttar úrkomu. Kjöraðstæður fyrir útivist með fjölskyldunni. Sundlaugin í Stykkishólmi er opin frá 10 til 12 og því kjörið að taka síðasta bað ársins þar.