Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir einstaklingum í bakvarðarsveit
Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir einstaklingum í bakvarðarsveit sem geta verið til taks ef upp koma forföll hjá starfsfólki. Þetta kemur fram á Facebooksíðu dvalarheimilisins, áhugasömum er bent á að senda nafn og símanúmer á netfangið dvalarheimili@stykkisholmur.is og gefa kost á sér í bakvarðarsveitina.
Yfirlýsing dvalarheimilsins má sjá í heild sinni hér
Í ljósi stöðunnar sem uppi er í samfélaginu viljum við á Dvalarheimilinu óska eftir einstaklingum sem væru tilbúnir að vera í okkar bakvarðarsveit ef upp koma forföll hjá okkar öfluga starfsfólki. Það eru ýmis verk sem þarf að sinna hér á heimilinu allan sólarhringinn s.s. umönnun, þrif, eldhússtörf o.fl. Eins og staðan er núna erum við ágætlega sett af starfsfólki en það má lítið út af bera og væri því gott að eiga bakvarðarsveit upp á að hlaupa.
Vinsamlegast sendið okkur nafn og símanúmer á netfangið dvalarheimili@stykkisholmur.is ef þið gefið kost á ykkur í bakvarðarsveit okkar
Með kveðju, starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra Stykkishólmi