Fara í efni

Deiliskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey, í landi Stykkishólmsbæjar

20.08.2021
Fréttir

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 253. fundi sínum þann 19.7.2021 að leggja til við bæjarstjórn að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum deiliskipulag fyrir Súgandiseyju ásamt drögum að greinargerð unna af Landlínu samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.. 

Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér að skapa ramma utanum svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðisins. Deiliskipulagssvæðið tekur til 3.5 ha svæðis. 

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur og á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is frá 25. ágúst, til og með 1. september 2021. Einnig verður opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021  milli kl. 10 og 15 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna. Enn fremur er hægt að beina fyrirspurnum á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@stykkisholmur.is til að fá nánari upplýsingar um tillöguna.

Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar

Smelltu hér til að skoða tillögu deiliskipulags Súgandiseyjar.

 
Getum við bætt efni síðunnar?