Fara í efni

Vinnslutillögur vegna skipulagsbreytinga við Birkilund

05.06.2024
Fréttir Skipulagsmál

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa vinnslutillögur skipulagsgerðar fyrir Birkilund í landi Saura í Helgafellssveit. Um er að ræða vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og vinnslutillögu nýs deiliskipulags í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna. Sameiginleg skipulagslýsing var auglýst fyrr á árinu og hafa athugasemdir sem bárust við hana verið hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnslu tillagnanna.

Skipulagsvæðið tekur til um 55 ha lands, sem er nú þegar að mestu byggt frístundahúsum og íbúðarhúsum. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að breyta landnotkun á hluta svæðisins úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkar og landbúnaðarsvæði minnkar sem því nemur. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina nánar skipulags- og byggingarskilmála á svæðinu. Leitast verður við eftir fremsta megni að fella byggingar og mannvirki að landslagi og vernda birkiskóg og dýralíf. Í gildi er deiliskipulag frá 1987 og mun það falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Hægt er að nálgast vinnslutillögurnar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (aðalskipulag málsnr. 120/2024 og deiliskipulag málsnr. 941/2023), heimasíðu sveitarfélagsins og í Ráðhúsi Stykkishólms.

Athugasemdafrestur við vinnslutillögurnar er til og með 28. júní 2024 (ath að einnig verður hægt að senda inn athugasemdir þegar samþykktar tillögurnar verða auglýstar formlega). Eingöngu verður tekið við skriflegum athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina.

Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður í Ráðhúsi Stykkishólms 12. júní kl 16-18.

Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar

Vinnslutillaga deiliskipulags

Getum við bætt efni síðunnar?