Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi

14.06.2024
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“.

Vegna tafa sem orðið hafa á að tilkynna þeim sem gert höfðu athugasemdir sérstaklega um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar og upplýsingar um kæruheimildir hefur gildistakan verið auglýst að nýju í B-deild Stjórnartíðinda. Ný dagsetning gildistöku er 3. júlí 2024. Kærufrestur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er 1 mánuður eða til og með 3. ágúst 2024.

Samþykkta deiliskipulagsbreytingu má nálgast hér að neðan. Málsgögn má einnig nálgast í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri 948/2023: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/948

 

Breyting á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ (birt 14. júní).

Þann 30. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms tillögu að breyt­ingu á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna.

Tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar 2024. Þann 29. febrúar 2024 staðfesti bæjarstjórn svör skipulagsnefndar við athugasemdum sem bárust í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send svör sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um málskotsrétt.

Deiliskipulagsbreytingin er tilkomin vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar 12 íbúða fyrir Brák íbúðafélag og tekur til 2800 m2 svæðis innan Víkurhverfis. Breytingin felst í meginatriðum í fækkun lóða úr þremur í tvær með fjórum húsum, fjölgun íbúða úr átta í sextán, heimild að hafa hús á tveimur hæðum og fjölgun innkeyrslna um eina.

Deiliskipulagsbreytingin öðlast gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda 19. júní næstkomandi. Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá áætluðum birtingardegi í B- deild Stjórnartíðinda eða til og með 19. júlí 2024.

Deiliskipulagsbreytinguna má sjá hér að neðan.

Breyting á DSK fyrir Víkurhverfi

DSK breyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi.
Getum við bætt efni síðunnar?