Fara í efni

Bæjarstjórn úthlutar styrkum

10.12.2021
Fréttir

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 27. september til 4. október sl. Alls bárust 11 umsóknir. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum 2. desember síðastliðinn og lagði til úthlutun sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 9. desember.
Alls úthlutaði bæjarstjórn styrkjum fyrir 750.00 kr. en eftirfarandi verkefni hlutu styrk.

Verkefni     Umsækjandi  Upphæð     Söngleikjatónleikar  Mattías Arnar Þorgrímsson  150.000 kr.  Eyrbyggjusetur á Skildi  Eyrbyggjasögufélagið  100.000 kr.  Skotthúfan  Byggðasafn Snæfellinga  100.000 kr.  Tónleikar - Vatnasafn  Vatnasafn  100.000 kr.  Sjósundsfélag Stykkishólms  Guðlaug Jónína Ágústsdóttir  150.000 kr.  Júlíana - hátíð sögu og bóka  Þórunn Sigþórsdóttir  150.000 kr.

 

Umsækjendum sem ekki fengu úthlutun að þessu sinni er bent á að auglýst verði eftir styrkumsóknum að nýju  í febrúar/mars 2022 í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Einnig er bent á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólms.

Getum við bætt efni síðunnar?