Fara í efni

Auglýsing - Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð

07.03.2022
Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 25. janúar 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til 30. desember 2021. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Aðalskipulagsbreytinguna má finna á heimasíðu Stykkishólms, hér að neðan. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA BREYTINGUNA.

Stykkishólmi, 4. mars 2022.

Kristín Þorleifsdóttir
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar

 
Getum við bætt efni síðunnar?