Fara í efni

Akstursþjónusta fyrir eldri borgara

07.09.2021
Fréttir

Stykkishólmsbær býður nú upp á akstursþjónustu fyrir eldri borgara, 67 ára og eldri. Markmið með akstursþjónustunni er að gera öldruðum einstaklingum í Stykkishólmi kleift að búa lengur heima.

Skilyrði fyrir akstri er að umsækjandi sé 67 ára eða eldri, eigi lögheimili í Stykkishólmi, búi sjálfstætt, hafi ekki aðgang að eigin bifreið og sé ófær um að nota aðrar samgöngur.

Þjónustan er í boði alla fimmtudaga frá kl. 13 til 15. Gjald fyrir hverja ferð er 500 kr. Ráðhús Stykkishólmsbæjar annast afgreiðslu umsóknar um þjónustuna en hægt er að panta akstur með því að hringja í afgreiðslu Ráðhússins, 433-8100 eða senda tölvupóst á stykkisholmur@stykkisholmur.is. Bogi Thor Bragason sér um aksturinn

Hægt er að kynna sér reglur og nánari upplýsingar hér.

 
Getum við bætt efni síðunnar?