Fara í efni

Afturkalla breytingar á skipulagi lóðarinnar Hjallatangi 48

31.08.2021
Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 24. júní 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Nónvík, á lóð númer 48 við Hjallatanga Stykkishólmi. Óskað var eftir ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillöguna eigi síðar en 1. september 2021.

Í ljósi þess að lóðarhafar að Hjallatanga 48 hafa skilað inn lóðinni lagði bæjarstjóri hins vegar til á síðasta fundi bæjarráðs, í samræmi við ábendingar og umræður, m.a. í umhverfisgöngunni 12. ágúst sl., að afturkalla núverandi tillögur að breytingum á skipulagi lóðarinnar og að Stykkishólmsbær hafi frumkvæði að breytingu á skipulagi lóðarinnar áður en hún verði auglýst að nýju laus til úthlutunar. Bæjarráð samþykkti tillögu bæjarstjóra og verður ný deiliskipulagstillaga því kynnt þegar fram líða stundir og gefst íbúum þá kostur á að koma athugasemdum á framfæri.

Getum við bætt efni síðunnar?