3. bekkur heimsótti bæjarstjóra í Ráðhúsið
Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi heimsótti bæjarstjórann í dag, fimmtudag, í Ráðhúsið. Í tilefni af gönguátaki skólanna fóru nemendur í umhverfisgöngu um Stykkishólm og punktuðu niður hvað mætti betur fara í umhverfinu. Í kjölfarið óskuðu þau eftir fundi með bæjarstjóra og komu svo færandi hendi með athugasemdir á blaði fyrir bæjarstjóra. Börnunum var að sjálfsögðu tekið fagnandi í Ráðhúsinu og boðið upp á eplasafa og kleinur. Athugasemdirnar verða teknar til skoðunar og reynt eftir fremsta megni að koma til móts við vilja nemendanna. Hér að neðan má sjá myndir frá heimsókninni.