Fara í efni

Aftanskin

Aftanskin er félag fólks í Stykkishólmi og nágrenni sem er 60 ára og eldra. Markmið félagsins er að efla réttindi eldri borgara sem við gerum meðal annars með aðild að Landssamtökum eldri borgara. Aftanskin er félag fólks í Stykkishólmi og nágrenni sem er 60 ára og eldra. Markmið félagsins er að efla réttindi eldri borgara sem við gerum meðal annars með aðild að Landsamtökum eldri borgara. Aftanskin heldur einnig utan um öflugt félagsstaf eldri borgara í Stykkishólmi.

Á meðal fastra dagskrárliða Afanskins má nefna:

Kaffispjalli á mánudögum yfir vetrartímann, félagsvist á sunnudögum og bocchia einu sinni í viku og svo er farið í keppnisferðir. Það er svokölluð kirkjusúpa í safnaðarheimilinu einu sinni í mánuði í samstarfi við söfnuð Stykkishólmskirkju. Svo hefur verið farið í ferðalög sem taka 1-3 daga. Nesball er sameiginleg skemmtun eldri borgara í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ og haldið á haustin. Ýmislegt fleira er í boði í samvinnu við Stykkishólmsbæ, svo sem smíðar, myndlist, saumaklúbbur og fleira.

Til að félagskapur geti verið öflugur þurfa sem flestir að taka þátt í starfinu og hvetjum við fólk eindregið til að ganga í félagið. Bendum við á að félagið er með Fésbókarsíðu sem við hvetjum alla til að fylgja og þar er hægt að senda beiðnir um inngöngu, annað hvort á síðunni eða í skilaboðum. Fyrir frekari upplýsingar um stjórn eða skráningu í félagið er bent á að hafa samband við Æskulýðs- og tómstundafulltrúa eða Ráðhús.

Smellið hér til að fara inn á fésbókarsíðu Aftanskins

 

Getum við bætt efni síðunnar?