Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2407001

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37. fundur - 26.08.2024

Tekin er fyrir umsókn Rattanakon Saenpanya, vegna stöðuleyfis fyrir aðfluttan bústað sem til stendur að koma fyrir að Birkilundi 17, þar til að byggingarleyfi verður gefið út.
Erindi samþykkt.

Byggingarfulltrúi vill minna á eftirfarandi ákvæði gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð:

Lausafjármuni skal staðsetja þannig að almenningi stafi ekki hætta af og ekki sé hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Ennfremur skal þess gætt að aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum sé ekki torveldað. Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að ekki skapist hætta vegna lausafjármuna og er leyfisveitanda heimilt að krefja eiganda um gögn og rökstuðning þar að lútandi.

Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að hreinlætisaðstaða í og við lausafjármuni sem falla undir þessa grein uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og ákvæði laga um frá­veitur og laga, reglugerða og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eftir því sem við á hverju sinni.
Getum við bætt efni síðunnar?