Breyting á aðalnámskrá leikskóla
Málsnúmer 2310018
Vakta málsnúmerSkóla- og fræðslunefnd - 9. fundur - 17.10.2023
Lögð fram auglýsing um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem tóku gildi 1. september 2023. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.
Skólanámskrá leikskólans verður uppfærð í samræmi við breytingar á aðalnámskrá. Allir starfsmenn taka þátt í vinnunni. Stjórnendur skólans fagna breytingunum sem leggja meiri áherslu á leik sem námsleið. Starfsfólk mun fá fræðslu um hlutverk kennarans í frjálsum leik.