Stefnumótun um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla
Málsnúmer 2303029
Vakta málsnúmerBæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum að efna til fundarraðar í mars til maí 2023 um áframhaldandi vinnu um úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla. Tilgangur fundanna er að styðja betur við stefnumótun og starfshætti sem stuðla að menntun fyrir alla. Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað með um tveggja mánaða millibili. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög/skólar vinni ákveðið verkefni milli funda. Fyrri fundurinn á Vesturlandi var haldinn mánudaginn 20. mars sl. og sátu fyrir hönd sveitarfélagsins þann fund forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs, bæjarstjóri og aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. Fyrir bæjarráð eru lögð fram gögn fundarins ásamt sjálfsmat fyrir stefnumótun um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla sem liggur fyrir að vinna þurfi af hálfu sveitarfélagsins í tengslum við verkefnið og kynna þarf á seinni fundi verkefnisins í maí nk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skipa starfshóp starfsmanna sveitarfélagisins sem vinnur að verkefninu með bæjarráði og formanni skólanefndar.