Ráðstöfun dýraleifa
Málsnúmer 2303015
Vakta málsnúmerBæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Lagt fram minnisblað, sem unnið er af Stefáni Gíslasyni, framkvæmdastjóra Umhverfisráðgjafar Íslands ehf., fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samband íslenskra sveitarfélaga og er ætlað að varpa ljósi á skyldur sveitarfélaga hvað varðar ráðstöfun dýraleifa, svo og helstu ráðstöfunarleiðir sem nú eru tiltækar eða til greina kæmi að byggja upp. Í minnisblaðinu er m.a. lag til að gripið verði til aðgerða til að tryggja að í stað urðunar verði öllum dýraleifum komið í vinnslu sem uppfyllir lagakröfur og er í anda hringrásarhagkerfisins.
Bæjarráð telur mikilvægt að mynda samstöðu ríkis, sveitarfélaga og bænda um þær leiðir sem farnar verða til þess að ná settu markmiði varðandi ráðstöfun dýraleifa. Bæjarráð vísar minnisblaðinu að öðru leyti til umfjöllunar og umsagnar í landbúnaðarnefnd.