Ágangur búfjár - Réttaróvissa
Málsnúmer 2301026
Vakta málsnúmerBæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Á 8. fundi bæjarráðs var lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 11167/2021 og úrskurður dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR21080053 vegna þeirrar réttaróvissu sem uppi hefur verið um ágang búfjár í ljósi leiðbeiningar og álits samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN2007003 þar sem tekin var efnisleg afstaða til ágreiningsefnisins sem álit, en vegna álits ráðuneytisins taldi sveitarfélagið að ekki hafi verið fyrir hendi forsendur til þess að sveitarfélagið gangi gegn fyrirliggjandi leiðbeiningum og áliti ráðuneytisins í þessum efnum. Í áliti umboðsmanns er mælst er til þess að innviðaráðuneytið taki leiðbeiningar, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið veitti vegna ágangsfjár, í heild sinni til endurskoðunar þar sem þær samrýmist ekki lögum. Vísaði bæjarráð málinu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
Málið er lagt að nýju fyrir bæjarráð þar sem lögð er fram bókun 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem samþykkt var að sambandið eigi frumkvæðið að því að koma á fundi milli fulltrúa innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, matvælaráðuneytis, bændasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að koma á samráðshópi um heildarendurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf. Þá er lögð fram bókun 173. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem stjórn skorar á matvælaráðuneytið að hefja nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða þeirri óvissu sem er varðandi framkvæmd smölunar ágangsfjár.
Málið er lagt að nýju fyrir bæjarráð þar sem lögð er fram bókun 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem samþykkt var að sambandið eigi frumkvæðið að því að koma á fundi milli fulltrúa innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, matvælaráðuneytis, bændasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að koma á samráðshópi um heildarendurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf. Þá er lögð fram bókun 173. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem stjórn skorar á matvælaráðuneytið að hefja nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða þeirri óvissu sem er varðandi framkvæmd smölunar ágangsfjár.
Bæjarráð tekur undir ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að flýta vinnu við endurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf þar sem núverandi staða sé óboðleg og nauðsynlegt er að eyða óvissu um þessi málefni sem fyrst.