Viðauki 5 við Fjárhagsáætlun 2022-2025
Málsnúmer 2211036
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022
Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022
Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, viðauka 5 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2022-2025 með fjórum atkvæðum, en þrír sátu hjá.
Til máls tóku: HH,JBJ og HG
Viðauki 5.
Viðauki 5 er með auknar rekstrartekjur upp á 53,1 milljón kr. að stærstum hluta vegna aukningar á útsvari og aukin gjöld upp á 31,4 milljón kr. sem skýrist af stærstum hluta af hækkun í skipulagsmálum upp á tæpar 8,3 milljón kr. og svo hækkun á sameiginlegum kostnaði upp á 8 milljón kr. þar af 4 milljón kr. í sérfræðiþjónustu, 2 milljón kr. í lögfræðiþjónustu og 2 milljón kr. í aukin laun bæjarstjórnar sem er tilkomin vegna sameiningar. Heildaráhrifin er betri rekstrarniðurstaða upp á tæpar 21,7 milljón kr. og er áætluð rekstrarniðurstaða ársins nú tap upp á 98,8 milljónir.
Í viðaukanum eru einnig nokkrar breytingar í heimildum til framkvæmda. Bætt er við heimildum upp á 26,5 milljónir kr. þar af 24,5 milljónum kr. á þau verk sem þegar eru hafin svo að hægt sé að ljúka þeim á árinu og vegur þar hæst breytingar á aðstöðu í kjallara grunnskólans upp á 10 milljón kr. Ef skoðuð er staða framkvæmda sem búið er að hefja á árinu, þá er búið að framkvæma fyrir 71,7 milljón kr. en heimild er upp á 174,2 milljónir og því eru heimild upp á 102,5 milljón kr. enn til staðar, þar vegur mest flutningur á Hjúkrunarrýmum þar sem er heimild upp á 50 milljónir og innan við milljón skráð. Framkvæmdir sem eru ekki hafnar eru með heimild upp á 17 milljónir og ekki ljóst hvernig þær þróast það sem eftir er ársins.
Einnig er gert ráð fyrir tekjum upp á 57,5 milljónir í formi Gatnagerðagjalda og styrkja og er það hækkun upp á 2,5 milljón kr. Af því er búið að innheimta 34,2 milljón kr. og eftirstöðvar þá 23,3 milljón kr. þar af 17,5 milljón kr. styrkir sem eru háðir framgangi verka.
Lántökur á árinu eru 100 milljón kr. og eru ekki frekari heimild til staðar, þær framkvæmdir sem farið verður í það sem eftir lifir ári munu því ganga á handbært fé.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Til máls tóku: HH,JBJ og HG
Viðauki 5.
Viðauki 5 er með auknar rekstrartekjur upp á 53,1 milljón kr. að stærstum hluta vegna aukningar á útsvari og aukin gjöld upp á 31,4 milljón kr. sem skýrist af stærstum hluta af hækkun í skipulagsmálum upp á tæpar 8,3 milljón kr. og svo hækkun á sameiginlegum kostnaði upp á 8 milljón kr. þar af 4 milljón kr. í sérfræðiþjónustu, 2 milljón kr. í lögfræðiþjónustu og 2 milljón kr. í aukin laun bæjarstjórnar sem er tilkomin vegna sameiningar. Heildaráhrifin er betri rekstrarniðurstaða upp á tæpar 21,7 milljón kr. og er áætluð rekstrarniðurstaða ársins nú tap upp á 98,8 milljónir.
Í viðaukanum eru einnig nokkrar breytingar í heimildum til framkvæmda. Bætt er við heimildum upp á 26,5 milljónir kr. þar af 24,5 milljónum kr. á þau verk sem þegar eru hafin svo að hægt sé að ljúka þeim á árinu og vegur þar hæst breytingar á aðstöðu í kjallara grunnskólans upp á 10 milljón kr. Ef skoðuð er staða framkvæmda sem búið er að hefja á árinu, þá er búið að framkvæma fyrir 71,7 milljón kr. en heimild er upp á 174,2 milljónir og því eru heimild upp á 102,5 milljón kr. enn til staðar, þar vegur mest flutningur á Hjúkrunarrýmum þar sem er heimild upp á 50 milljónir og innan við milljón skráð. Framkvæmdir sem eru ekki hafnar eru með heimild upp á 17 milljónir og ekki ljóst hvernig þær þróast það sem eftir er ársins.
Einnig er gert ráð fyrir tekjum upp á 57,5 milljónir í formi Gatnagerðagjalda og styrkja og er það hækkun upp á 2,5 milljón kr. Af því er búið að innheimta 34,2 milljón kr. og eftirstöðvar þá 23,3 milljón kr. þar af 17,5 milljón kr. styrkir sem eru háðir framgangi verka.
Lántökur á árinu eru 100 milljón kr. og eru ekki frekari heimild til staðar, þær framkvæmdir sem farið verður í það sem eftir lifir ári munu því ganga á handbært fé.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson