Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025
Málsnúmer 2211035
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022
Haraldur Örn endurskoðandi kom inn á fundinn.
Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Haraldur vék af fundi.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022
Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínunm, viðauka 4 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Til máls tóku: HH og HG
Viðauki 4
Viðauki 4 kemur til vegna þess að taka þarf inn í bókhaldið samstarfsfélög sem gætu haft veruleg áhrif á reikninga sveitarfélagsins. Þessar aðgerðir hafa jákvæð áhrif á lykiltölur ársreiknings en er ekki fé í hendi. Endurskoðandi hefur farið yfir öll samstarfsfélög og eru tvö félög tekin inn, þ.e. Félags- og skólaþjónustan annars vegar og Náttúrustofa Vesturlands hins vegar. Báðar stofnanir eru reknar réttu megin við núllið og heildaráhrifin eru auknar rekstrartekjur upp á 93,8 milljón kr. og aukin gjöld upp á 92,6 milljón kr. sem skilar betri rekstrarniðurstöðu upp á ríflega 1,2 milljónir og hærra veltufé frá rekstri upp á ríflega 1,7 milljónir. Einnig verða áhrif af þessu á skuldahlutfall og skuldaviðmið sem gæti lækkað um 4-5%.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Til máls tóku: HH og HG
Viðauki 4
Viðauki 4 kemur til vegna þess að taka þarf inn í bókhaldið samstarfsfélög sem gætu haft veruleg áhrif á reikninga sveitarfélagsins. Þessar aðgerðir hafa jákvæð áhrif á lykiltölur ársreiknings en er ekki fé í hendi. Endurskoðandi hefur farið yfir öll samstarfsfélög og eru tvö félög tekin inn, þ.e. Félags- og skólaþjónustan annars vegar og Náttúrustofa Vesturlands hins vegar. Báðar stofnanir eru reknar réttu megin við núllið og heildaráhrifin eru auknar rekstrartekjur upp á 93,8 milljón kr. og aukin gjöld upp á 92,6 milljón kr. sem skilar betri rekstrarniðurstöðu upp á ríflega 1,2 milljónir og hærra veltufé frá rekstri upp á ríflega 1,7 milljónir. Einnig verða áhrif af þessu á skuldahlutfall og skuldaviðmið sem gæti lækkað um 4-5%.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson