Austurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2201015
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21. fundur - 04.05.2022
Tekin er fyrir usókn heilbrigðiseftirlitsins vegna framkvæmda á innréttingu hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð St. Fransiskuspítalans að Austurgötu 7 í Stykkishólmi, og að koma fyrir nýrri lyftu.
Um er að ræða 3. áfanga við framkvæmdir sjúkrahússins en fyrri 2 áfangarnir voru undanfarar þessa áfanga. Rífa á núverandi lyftu og lyftustokk og steypa upp nýjan stokk fyrir nýja lyftu. Á 2. hæð skal rífa núverandi innveggi og innréttingar á allri hæðinni. Þar skal innrétta 12 ný einstaklings hjúkrunarrými, með sameiginlegum matsal og setustofu ásamt starfsmannaaðstöðu. Alls u.þ.b. 800 m².
Á 3. hæð skal rífa að hluta núverandi innveggi og innréttingar. Hluti hæðarinnar mun halda sér óbreyttur, þ.e. 5 herbergi fyrir legurými háls- og bakdeildar spítalans. Á hæðinni skal innrétta 6 ný einstaklings hjúkrunarrými, skv. viðmiðum HRN, með sameiginlegum matsal og setustofu. Einnig skol, starfsmannaðastöðu, lyfjabúr og litla skrifstofu, sem verða samnýtt með legudeildi. Alls u.þ.b.480 m².
Byggingaframkvæmdirnar eru samvinnuverkefni Stykkishólmsbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um uppgyggingu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi. Verkframkvæmdir hófust, að undangengnu samþykki þáverandi byggingafulltúa, um miðjan júlí 2021.
Um er að ræða 3. áfanga við framkvæmdir sjúkrahússins en fyrri 2 áfangarnir voru undanfarar þessa áfanga. Rífa á núverandi lyftu og lyftustokk og steypa upp nýjan stokk fyrir nýja lyftu. Á 2. hæð skal rífa núverandi innveggi og innréttingar á allri hæðinni. Þar skal innrétta 12 ný einstaklings hjúkrunarrými, með sameiginlegum matsal og setustofu ásamt starfsmannaaðstöðu. Alls u.þ.b. 800 m².
Á 3. hæð skal rífa að hluta núverandi innveggi og innréttingar. Hluti hæðarinnar mun halda sér óbreyttur, þ.e. 5 herbergi fyrir legurými háls- og bakdeildar spítalans. Á hæðinni skal innrétta 6 ný einstaklings hjúkrunarrými, skv. viðmiðum HRN, með sameiginlegum matsal og setustofu. Einnig skol, starfsmannaðastöðu, lyfjabúr og litla skrifstofu, sem verða samnýtt með legudeildi. Alls u.þ.b.480 m².
Byggingaframkvæmdirnar eru samvinnuverkefni Stykkishólmsbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um uppgyggingu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi. Verkframkvæmdir hófust, að undangengnu samþykki þáverandi byggingafulltúa, um miðjan júlí 2021.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.