Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga
Málsnúmer 2201014
Vakta málsnúmerBæjarstjórn - 406. fundur - 18.01.2022
Fundurinn er á Teams.
Lögð fram auglýsing nr. 1273/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, ásamt erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 16. nóvember 2021. Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar og fastanefnda Stykkishólmsbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Stykkishólmsbæjar, eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem um það gildir hverju sinni.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.