Endurbætur á Stykkishólmsvegi nr. 58-02
Málsnúmer 2108014
Vakta málsnúmerBæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021
Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeim malbikunarframkvæmdum sem fram hafa farið í Stykkishólmi síðastliðna daga og ástandi vegarins að Vogsbotni.
Bæjarráð minnir í þessu sambandi á að þungaflutningar hafa aukist til muna í gegnum bæinn frá aldarmótum vegna aukinna umsvifa atvinnulífsins, ekki síst vegna tilkomu nýrri og stærri ferja í gegnum tíðina og síðar vegna aukins fiskeldis á Vestfjörðum, en aukning fiskeldis milli 2018 og 2019 var 77%. Vegna þessa jákvæða uppgangs í atvinnulífinu m.a. á Vestfjörðum þurfa vegsamgöngur að vera góðar og geta sinnt þörfum atvinnulífsins og þeim þungaflutningum sem því fylgir, sérstaklega í gegnum þéttbýlin til að það skapist sátt íbúa milli íbúa og atvinnulífs. Var nýafstaðin framkvæmd liður í því að koma til móts við þau sjónarmið.
Á sama tíma og bæjarráð fangar þeim framkvæmdum sem ráðist var í á dögunum óskar bæjarráð eftir því að Vegagerðin hefji undirbúning að endurbótum og malbikun, eftir atvikum hönnun, Stykkishólmsvegarins nr. 58, enda er nauðsynlegt að huga að strax endurbótum frá Snæfellsnesvegi/Vatnaleið að Borgarbraut í Stykkishólmi, sér í lagi frá Vogsbotni og að gatnamótum við Borgarbraut. Við undirbúning og hönnun vegarins í gegnum Stykkishólm og aðkomu inn í bæinn er nauðsynlegt að Vegagerðin taki mið af umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar.