Sjávarflöt 4 - tilkynnt framkvæmd
Málsnúmer 2105017
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14. fundur - 03.06.2021
Eigandi tilkynnir breytingar á Sjávarflöt 4.
Húsið er einbýlishús á einni hæð, byggt árið 1975 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands.
Burðarvirki veggja hússins er timburgrind sem klædd er að utan með standandi borðaklæðningu.
Í breytingunum felst að skipta um glugga og hurðir í húsinu, breyta opnanlegum fögum og færa þau neðar og uppfæra björgunarop miðað við kröfur í byggingarreglugerð.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 09.05.2021.
Húsið er einbýlishús á einni hæð, byggt árið 1975 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands.
Burðarvirki veggja hússins er timburgrind sem klædd er að utan með standandi borðaklæðningu.
Í breytingunum felst að skipta um glugga og hurðir í húsinu, breyta opnanlegum fögum og færa þau neðar og uppfæra björgunarop miðað við kröfur í byggingarreglugerð.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 09.05.2021.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.
Erindið samþykkt.