Breyting á barnaverndarlögum
Málsnúmer 2102038
Vakta málsnúmerVelferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 18.10.2021
Lögð fram kynning frá félagsmálaráðuneytinu um fyrirhuguð áform um breytingu á barnaverndarlögum sem snýr fyrst og fremst að breytingum á stjórnsýslu barnaverndar, ásamt frumvarpi til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, umdæmisráð barnaverndar, samþætting o.fl).
Ingveldur Eyþórsdóttir kynnti þessa fyrirhuguðu breytingu vel fyrir nefndinni ásamt því að farið var yfir gögnin sem lögð voru til kynningar. Nefndin telur að þarna sé stigið mikilvægt skref í átt að betri velferð barna.