Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum (þjóðferjuleiðir)
Málsnúmer 2102037
Vakta málsnúmerBæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir), 137. mál.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar undirstrikar mikilvægi ferjuleiðarinnar um Breiðafjörð, sem tengir bæði Flatey og aðrar eyjar sem eru byggðar hluta ársins, ásamt því að tengja sunnanverða Vestfirði við þjóðvegakerfið. Mikil umferð ferðamanna er milli Snæfellsness og Vestfjarða og gegnir þar ferjuleiðin um Breiðafjörð lykil hlutverki.