Austurgata 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2009049
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 8. fundur - 28.10.2020
Halldór Jóhann Kristjánsson sækir um leyfi fyrir breytingum á Austurgötu 10, en húsið er steinsteypt, byggt árið 1943, botnplata er steinsteypt en burðarvirki milligólfs milli hæða er úr timbri. Þak er mænisþak klætt bárustáli. Í kjallara er burðarveggur fyrir miðju húsi.
Sótt er um að dýpka kjallara um 40 cm til að fá meiri lofthæð, einangra gólf að nýju og steypa nýja gólfplötu, sökklar verða einnig dýpkaðir verði þess þörf.
Steyptir kjallaraveggir/útveggir verða einangraðir að innan með 50 mm steinull og veggir plötuklæddir.
Einnig er sótt um útlitsbreytingu á gluggum, opnanleg fög stækkuð til að uppfylla kröfur um björgunarop en skipta á um alla glugga í húsinu sem verða úr timbri.
Klæða á útveggi hússins að utan með standandi aluzink báruklæðningu á loftaða timburgrind ásamt því að útveggir verða einangraðir með 50 mm steinull ofan jarðvegs en neðan jarðvegs verða útveggir einangraðir með 50mm plasteinangrun ásamt takkadúk. Sett verður drenkerfi kringum hús. Þak verður einangrað með 200 mm steinull, rakavarnarlag endurnýjað ofl.
Breyta á innra skipulagi á báðum hæðum hússins. Opnað verður á milli eldhúss og stofu ásamt frekari aðlögun á innra skipulagi 1. hæðar. Breyta á innra skipulagi á neðri hæð/kjallara.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni, útgefnir dags. 01.06.2017.
Sótt er um að dýpka kjallara um 40 cm til að fá meiri lofthæð, einangra gólf að nýju og steypa nýja gólfplötu, sökklar verða einnig dýpkaðir verði þess þörf.
Steyptir kjallaraveggir/útveggir verða einangraðir að innan með 50 mm steinull og veggir plötuklæddir.
Einnig er sótt um útlitsbreytingu á gluggum, opnanleg fög stækkuð til að uppfylla kröfur um björgunarop en skipta á um alla glugga í húsinu sem verða úr timbri.
Klæða á útveggi hússins að utan með standandi aluzink báruklæðningu á loftaða timburgrind ásamt því að útveggir verða einangraðir með 50 mm steinull ofan jarðvegs en neðan jarðvegs verða útveggir einangraðir með 50mm plasteinangrun ásamt takkadúk. Sett verður drenkerfi kringum hús. Þak verður einangrað með 200 mm steinull, rakavarnarlag endurnýjað ofl.
Breyta á innra skipulagi á báðum hæðum hússins. Opnað verður á milli eldhúss og stofu ásamt frekari aðlögun á innra skipulagi 1. hæðar. Breyta á innra skipulagi á neðri hæð/kjallara.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni, útgefnir dags. 01.06.2017.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.