Ægisgata 11- Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2009018
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6. fundur - 11.09.2020
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga í húsinu, sem verða timbur/ál gluggar, breyta björgunaropum til að þau standist ákvæði reglugerðar um stærð, klæða aðalhæð hússins að utan með báruáli, en neðri hæð verður klædd með lerki klæðningu.
Um er að ræða glugga úr timbri/áli og verða björgunarop á gluggum í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.
Erindið samþykkt.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.
Erindið samþykkt.