Lágholt 25 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2007021
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4. fundur - 13.08.2020
Arnar Hreiðarsson sækir um leyfi til þess að byggja pall og skýli á lóðarmörkum lágholts 25 og 23. Skjólveggur og skýli eru hæst 280cm, til þess að hindra útsýni milli svefnherbergis og eldhúsglugga milli húsa. Undirritað samþykki beggja aðila er í fylgigögnum ásamt teikningum.
?
Skv. e lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð er gerð palla við jarðvegsyfirborð, sem ekki rísa hærra en 0,3 m frá því yfirborði sem fyrir var, flokkað sem minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi, enda séu þær ekki í ósamræmi við deiliskipulag.
Pallur úr brennanlegu efni má þó ekki vera nær lóðarmörkum aðliggjandi lóðar en 1,0 m.
?
Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru skjólveggir og girðingar, hærri en 1,8 m á hæð, byggingarleyfisskyldir.
Allar girðingar og skjólveggir á lóðarmörkum, eru háðar samþykki beggja lóðarhafa, óháð hæð skv. grein 7.2.3. Lóðarhafar samliggjandi lóða skulu því leggja fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina.
?
Skv. g lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru smáhýsi á lóð, utan byggingarreits, undanþegnar byggingarleyfi þegar m.a. eftirtaldar kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil skv. gildandi deiliskipulagi.
a)
Flatarmál smáhýsis að hámarki 10 m2.
b)
Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m, skal vera glugga- og hurðalaus.
c)
Mesta hæð útveggja eða þaks á smáhýsi skal vera 2,5 m frá yfirborði jarðvegs.
d)
Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m, skal leggja fram hjá byggingarfulltrúa, skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
Pallur á lóð:
Byggingarfulltrúi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að reistur verði pallur á lóð enda verði hann ekki nær aðliggjandi lóðarmörkum en 1,0 m.
Skýli/girðing á lóð:
Samþykkt að reist verði skýli/girðing á lóðarmörkum, enda liggur fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
Gróðurhús á lóð:
Ekki liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir smáhýsi sem er nær lóðarmörkum en 3,0 m.
Erindinu hafnað.