Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð
Málsnúmer 2006023
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 110. fundur - 15.06.2020
Miðstöðvar og mangarar er útiskiltasýning sem stefnt er að verði dreift víðsvegar um Breiðafjarðarsvæðið, á valda sögustaði. Efni sýningarinnar er saga verslunar, með áherslu á þátt þýskra og enskra kaupmanna. Þó að Þjóðverjarnir séu fyrirferðarmiklir í þessu verkefni, er einnig fjallað um viðskipti Breiðfirðinga við aðra erlenda kaupmenn, einkum frá Englandi en líka frá Noregi og Danmörku. Einnig er greint frá samskiptum hinna erlendu kaupmanna við Íslendinga á svæðinu, einkum valdamenn.
Úti-skiltasýningin er unnin af Tryggva Dór Gíslasyni en er hluti af stærra rannsóknarverkefni í Háskóla Ísland. Forsvarsmenn verkefnisins eru Sverrir Jakobsson, lektor í sagnfræði, Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði og Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, öll við Háskóla Íslands. Auk þeirra koma að verkefninu MA nemar; í sagnfræði, fornleifafræði, þýsku og hagnýtri menningarmiðlun. Þessir MA nemar, höfundur þar með talinn, unnu lokaverkefni sín í tengslum við verkefnið: Saga Breiðafjarðar.
Fyrir liggur að setja upp skilti við Nesvog í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Úti-skiltasýningin er unnin af Tryggva Dór Gíslasyni en er hluti af stærra rannsóknarverkefni í Háskóla Ísland. Forsvarsmenn verkefnisins eru Sverrir Jakobsson, lektor í sagnfræði, Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði og Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, öll við Háskóla Íslands. Auk þeirra koma að verkefninu MA nemar; í sagnfræði, fornleifafræði, þýsku og hagnýtri menningarmiðlun. Þessir MA nemar, höfundur þar með talinn, unnu lokaverkefni sín í tengslum við verkefnið: Saga Breiðafjarðar.
Fyrir liggur að setja upp skilti við Nesvog í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða skiltagerð eða texta.