Girðing á lóðarmörkum
Málsnúmer 2005085
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2. fundur - 24.06.2020
Sigurður Rúnar Oddson sækir um leyfi til þess að fá að reisa girðingu á mörkum lóða Borgarflatar 7 og opins svæðis í eigu Stykkishólmsbæjar. Girðingin á að vera 1,80 m á hæð og staðsett á lóðarmörkum.
*Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru girðingar, allt að 1,8 m á hæð og sem eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m, undanþegnar byggingarleyfi.
*Samkvæmt sömu grein 2.3.5 í byggingarreglugerð, má reisa girðingar í sömu fjarlægð frá lóðarmörkum og hæð þeirra er, allt að 1,8 m.
*Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu eða skjólvegg allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina.
*Ef girðingar og skjólveggir falla ekki undir f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð, skal sækja um byggingarleyfi fyrir þeim, þ.e.a.s. sækja þarf um byggingarleyfi fyrir girðingum og skjólveggjum, hærri en 1,8 m á hæð.
*Allar girðingar og skjólveggir á lóðarmörkum, eru háðar samþykki beggja lóðarhafa, óháð hæð skv. grein 7.2.3.
Byggingarfulltrúi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að reist verði girðing á lóðarmörkum, en bendir á að sækja þarf um leyfi sveitarstjórnar Stykkishólms sem lóðarhafa aðliggjandi lands ef girðing er staðsett nær lóðarmörkum en sem nemur hæð sinni og að fylgja þarf reglum um hæð og fjarlægð frá lóðarmörkum.
Erindinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.