Raforkuöryggi á Snæfellsnesi
Málsnúmer 2004021
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar um stöðu og úrbætur á innviðum á Snæfellsnesi ásamt niðurstöðu átakshóps sem ríkisstjórnin setti á fót í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir í desember 2019 um úrbætur í innviðum og greinargerðir frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Landsneti sem send var átakshópnum.
Nefndin hvetur bæjarstjóra og bæjarstjórn að beita sér fyrir því í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi að flýta langtímaáætlun hvað varðar flutningsleiðir á Snæfellsnes sem á að tryggja hringtenginu á Snæfellsnesi og auka verulega afhendingaröryggi rafmagns.