Fyrirspurn bæjarfulltrúa L-lista varðandi tæknibúnað vegna upptöku og útsendingu á bæjarstjórnarfundum
Málsnúmer 1910046
Vakta málsnúmerBæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019
Fyrirspurn bæjarfulltrúa L-lista:
Óskað er eftir útlistun á hvaða græjur það eru sem verið er að kaupa og á að nota til að taka upp og senda út bæjarstjórnarfundi. Það er mikilvægt að vita hvaða græjur það eru sem tekur marga mánuði að panta og er ástæða þess, samkvæmt tillögu H-lista, að ekki er mögulegt að hefja upptökur og útsendingar í nóvember.
Óskað er eftir útlistun á hvaða græjur það eru sem verið er að kaupa og á að nota til að taka upp og senda út bæjarstjórnarfundi. Það er mikilvægt að vita hvaða græjur það eru sem tekur marga mánuði að panta og er ástæða þess, samkvæmt tillögu H-lista, að ekki er mögulegt að hefja upptökur og útsendingar í nóvember.
Um er að ræða tillögu bæjarstjóra, ekki H-lista, en ástæðan fyrir því að tillagan var lögð fram var sú að tæknibúnaður, umgjörð og nánari útfærsla liggur ekki fyrir, þannig að hefjast megi handa við útsendingu, t.a.m. hvar eigi að staðsetja myndavélar, hvers konar búnaður, ræðupúlt, umgjörð í bakgrunni, búnað til þess að senda beint í gegnum YouTube rás Stykkishólmsbæjar og svo hvort og þá hvernig hægt sé við lok útsendingar að afrita upptökuna og setja með lokun fundargerða. Þetta eru tæknilegar útfærslur sem verið er að vinna með í Ráðhúsinu.