Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022
Málsnúmer 1907004
Vakta málsnúmerVelferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019
Lögð fram Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022, en áætlunin tekur mið af jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022 eftir því sem við á. Áætlunin hefur það að markmiði að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum möguleikum íbúa Stykkishólmsbæjar, tryggja jafnrétti kynjanna og stuðla að kynjasamþættingu í allri starfsemi bæjarfélagsins.
Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022 hefur verið yfirfarin af Jafnréttisstofu og metur stofnunin það svo að hún uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkra áætlana.
Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022 hefur verið yfirfarin af Jafnréttisstofu og metur stofnunin það svo að hún uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkra áætlana.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022 og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Málinu vísað til bæajarstjórnar.