Fara í efni

Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 1905105

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020

Lagðar fram umsagnir Stykkishólmsbæjar og SSV um Skógarstrandarveg þar sem m.a. er farið yfir mikilvægi uppbyggingar vegarins fyrir atvinnulíf og samstarfsmöguleika á svæðinu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir framkomnar umsagnir Stykkishólmsbæjar þar sem lögð er þung áhersla á að auknu fjármagni verði veitt annars vegar til hönnunar vegarins um Skógarströnd og hins vegar til framkvæmda á fyrsta tímabili samgönguáætlunar þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir við veginn sem fyrst og eigi síðar en 2023.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur þunga áherslu á mikilvægi þess fyrir atvinnulíf og búsetuskilyrði á svæðinu, líkt og ítarlega er rakið í fyrirliggjandi umsögn bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, að Skógarstrandarveg þurfi að setja á fyrsta tímabil samgönguáætlunar (Vestfjarðarvegur að Heydalsvegamótum) og að samtímis þurfi að tryggja að fjármagn verði sett á annað tímabil samgönguáætlun (Heydalsvegamót að Stykkishólmsvegi, með þverun Álftafjarðar) og að vegurinn verði þannig allur lagður bundnu slitlagi í lok þess tímabils.
Getum við bætt efni síðunnar?