Víkurgata 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1904026
Vakta málsnúmerBæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, víkur af fundi.
Lögð fram umsókn Jakobs Inga Jakobsson sem sækir um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á þaki (hækka þak að hluta sem snýr í austurátt), að lengja húsið um 1 m. í suður og klæða húsið að utan með liggjandi borðaklæðningu ásamt útlitsbreytingum á gluggum og þakrennum samkvæmt aðaluppdráttum frá Sigurbjarti Loftssyni, W7, dags. 15.09.2019.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum húsa við Víkurgötu nr. 1, 2, 5, 6 og 7.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum húsa við Víkurgötu nr. 1, 2, 5, 6 og 7.
Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, kemur aftur inn á fund.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 9. fundur - 10.11.2020
Tekin er fyrir að nýju umsókn frá Jakobi Inga Jakobssyni um endurbyggingu og stækkun á geymslu við Víkurgötu 3.
Erindið var grenndarkynnt frá 21. ágúst til og með 18. september 2020 fyrir eigendum húsa við Vikurgötu 1 og 5, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdarbréf barst frá Heimi Laxdal Jóhanssyni, Víkurgötu 5.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsögn skipulagsfulltrúa, sem leggur til að ekki verði gerðar athugasemdir við leyfisveitingu á umræddri geymslu. Sjá umsögn skipulagsfulltrúa í fylgigögnum.
Erindið var grenndarkynnt frá 21. ágúst til og með 18. september 2020 fyrir eigendum húsa við Vikurgötu 1 og 5, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdarbréf barst frá Heimi Laxdal Jóhanssyni, Víkurgötu 5.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsögn skipulagsfulltrúa, sem leggur til að ekki verði gerðar athugasemdir við leyfisveitingu á umræddri geymslu. Sjá umsögn skipulagsfulltrúa í fylgigögnum.
Byggingaráform um tilkynnta samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.