Forvarnir og fræðsla
Málsnúmer 1902042
Vakta málsnúmerUngmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021
Umræða um forvarnir og áherslur í forvarnarmálum.
Ungmennaráð er sammála um að auka fræðslu um orkudrykki og notkun nikótíns. Í nýlegum niðurstöðum frá Rannsóknum og Greiningu kemur fram að íslensk ungmenni eru að drekka mest af orkudrykkjum af öllum í Evrópu. Dagleg notkun nikótínpúða hjá ungmennum á aldrinum 18.-24. ára hefur aukist og hefur mælst í kringum 21-25%. Áhugi er fyrir því að ungmennaráðið komi að gerð forvarnarmyndbands um þessi málefni.