Nesvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ásamt grenndarkynningu
Málsnúmer 1902021
Vakta málsnúmerBæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019
Á fundi bæjarstjórnar þann 28.03. 2019 var samþykkt að grenndarkynna erindi umsækjanda um leyfi til að byggja viðbyggingu við Nesveg 1, samkvæmt teikningum 07.02.2019 og að erindið væri grenndarkynnt fyrir Nesveg 1a og 2 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Erindið var grenndarkynnt og hagsmunaaðilar samþykktu byggingaráform með undirritun.
Þá liggur fyrir að skipulags- og byggingarnefnd hefur þegar samþykkt erindið og falið skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa og slökkvistjóra hvað varðar brunamál.
Þá liggur fyrir að skipulags- og byggingarnefnd hefur þegar samþykkt erindið og falið skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa og slökkvistjóra hvað varðar brunamál.
Erindið var grendarkynnt og engar athugasemdir bárust. Bæjarstjórn samþykkir erindið.