Hjördís fór yfir fjölda gesta í Norska húsinu í sumar og stærri viðburði sem verið hafa á vegum safnsins síðan í vor.
Viðburðir Norska húsið: 15. apríl - 6. júni var fermingarsýning. 10. júni opnuðu sumarsýningar. 19. júni afmælishátíð, Norska húsið var 185 ára. 8. júli Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan og námskeið í tengslum við hátíðina var haldið þann 19. júní sama daga og afmælishátíðin. 19. ágúst Danskir dagar, eplaskífur, brjóstsykursgerð og fleira.
Rætt var um hvort gengi á íslensku krónunni, breytt ferðahegðun Íslendinga og hækkun á aðgangseyri hefði haft áhrif á ferðamenn.
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir hefur hafið starf í 50% stöðu við varðveisluhús Norska hússins - BSH á Reitarvegi. Hún er að endurbæta skráningar, setja inn ljósmyndir og fl. inn á skráningarkerfi safna sarpur.is.
Vatnasafn: Rætt um að engin starfsmaður var á safninu í sumar og hefði það áhrif á fjölda gesta. Gólfið hefði að hluta til verið slípað upp fyrir vorhátíð Artangel í sumar og væri nú erfitt að þrífa.
Minnst var á samningarviðræður í sambandi við endurskoðun á samning Vatnasafns. Vorhátíð Vatnasafnsins var myndarleg í tilefni tíu ára afmælisins. Fernir tónleikar voru haldnir þar í sumar. Filip benti á að það þarf að vera peningasöfnunarbaukur í Vatnasafninu.
Eldfjallasafn: Filip fór yfir aðgangstölur í Eldfjallasafn. Það hefur verið tekin ákvörðun um að lækka aðgangseyri. Heimsóknatölur gætu lagast yfir veturinn þar sem vetrarferðaþjónusta virðist vera að aukast. Rætt var um fyrirhugaðar endurbætur á Eldfjallasafni og að safnið geti ekki verið í húsinu meðan endurbætur fara fram.
Hópar á vegum Haraldar Eldfjallafræðings hafa ekki komið í sumar, þetta voru hópur sem komu 1-2 sinnum í viku um það bil 25 manns í hverri ferð. Filip er að vinna að að bæta kynningarmynd í Eldfjallasafni og vinna þrívíddarmynd á gólfi safnsins.
Öll söfnin ? næstu skref: Til stendur að búa til auglýsingar til að setja á valda staði á Snæfellnesi, auglýsingarpóstkort til að dreifa í Stykkishólmi og fl., auglýsingaspjöld fyrir söfnin og auglýsingar á vefmiðlun.
Amtsbókasafn: Amtsbókasafnið verður opið 18., 19., og 20. september frá kl. 14-18. Nánari opnunartími verður auglýstur síðar.
Viðburðir Norska húsið:
15. apríl - 6. júni var fermingarsýning.
10. júni opnuðu sumarsýningar.
19. júni afmælishátíð, Norska húsið var 185 ára.
8. júli Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan og námskeið í tengslum við hátíðina var haldið þann 19. júní sama daga og afmælishátíðin.
19. ágúst Danskir dagar, eplaskífur, brjóstsykursgerð og fleira.
Rætt var um hvort gengi á íslensku krónunni, breytt ferðahegðun Íslendinga og hækkun á aðgangseyri hefði haft áhrif á ferðamenn.
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir hefur hafið starf í 50% stöðu við varðveisluhús Norska hússins - BSH á Reitarvegi. Hún er að endurbæta skráningar, setja inn ljósmyndir og fl. inn á skráningarkerfi safna sarpur.is.
Vatnasafn:
Rætt um að engin starfsmaður var á safninu í sumar og hefði það áhrif á fjölda gesta.
Gólfið hefði að hluta til verið slípað upp fyrir vorhátíð Artangel í sumar og væri nú erfitt að þrífa.
Minnst var á samningarviðræður í sambandi við endurskoðun á samning Vatnasafns.
Vorhátíð Vatnasafnsins var myndarleg í tilefni tíu ára afmælisins. Fernir tónleikar voru haldnir þar í sumar.
Filip benti á að það þarf að vera peningasöfnunarbaukur í Vatnasafninu.
Eldfjallasafn:
Filip fór yfir aðgangstölur í Eldfjallasafn. Það hefur verið tekin ákvörðun um að lækka aðgangseyri. Heimsóknatölur gætu lagast yfir veturinn þar sem vetrarferðaþjónusta virðist vera að aukast. Rætt var um fyrirhugaðar endurbætur á Eldfjallasafni og að safnið geti ekki verið í húsinu meðan endurbætur fara fram.
Hópar á vegum Haraldar Eldfjallafræðings hafa ekki komið í sumar, þetta voru hópur sem komu 1-2 sinnum í viku um það bil 25 manns í hverri ferð.
Filip er að vinna að að bæta kynningarmynd í Eldfjallasafni og vinna þrívíddarmynd á gólfi safnsins.
Öll söfnin ? næstu skref:
Til stendur að búa til auglýsingar til að setja á valda staði á Snæfellnesi, auglýsingarpóstkort til að dreifa í Stykkishólmi og fl., auglýsingaspjöld fyrir söfnin og auglýsingar á vefmiðlun.
Amtsbókasafn:
Amtsbókasafnið verður opið 18., 19., og 20. september frá kl. 14-18. Nánari opnunartími verður auglýstur síðar.