Fara í efni

Ljósmyndasýningu í tilefni af því að þrjátíu ár liðin frá því Stykkishólmur fékk bæjarréttindi

Málsnúmer 1706019

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 99. fundur - 06.06.2017

1.
Nefndin tók fyrir erindi sem barst frá bæjarráði um ljósmyndasýningu í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að Stykkishólmur fékk kaupstaðarréttindi. Ætlunin er að draga fram ljósmyndir úr bæjarlífinu á árunum 1987 - 2017. Sýningin er fyrirhuguð í nýja Amtsbókasafninu sem einnig mun hýsa ljósmyndasafnið.
Nefndin tók jákvætt í erindið og telur heppilegast að hefja vinnu við verkið þegar gengið hefur verið frá ráðningu forstöðumanns Amtsbókasafns á nýjum stað.
Nefndarmenn ætla að hafa augun opin í sumar fyrir skemmtilegum ljósmyndum.

2.
Nefndin er með einnig með áhuga á sýningu vegna 170 ára afmælis Amtsbókasafnsins, sem sótt hefur verið um styrk fyrir.

3.
Hjördís Pálsdóttir minnti á opnun ljósmyndasýningar og myndlistarsýningar nk laugardag 10 júní kl 15:00 í Norska húsinu BSH. Allir bæjarbúar og áhugasamir eru velkomnir.
Getum við bætt efni síðunnar?