Stakur viðburður

10.07.2021 20:00

Allra veðra von

Allra veðra von er nýsirkussýning Hringleiks þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Sýningin er myndræn og hrífandi fyrir áhorfendur á breiðum aldri óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.

Sýningar fara fram víðsvegar um landið í sumar og verður sýnt í Hólmgarðinum í Stykkishólmi 10. júlí nk., kl.20:00. Hægt er að kaupa miða á
Tix.is

 

Miðaverð er 3.500 kr.
Ókeypis aðgangur er fyrir börn 5 ára og yngri
Veittur er fjölskylduafsláttur þegar keyptir eru 4 miðar eða fleiri á fullu verði.