Stakur viðburður

06.06.2020 21:00

Sjómannadagurinn 2020

Hátíðarhöld í tengslum við sjómannadaginn hefjast snemma í Stykkishólmi. Á laugardagskvöldinu kl. 21:00 í gamla bænum (plássinu) verður söngpartí með sjómannalögum í flutningi heimamanna. Hólmarar eru hvattir til að mæta og taka rausnarlega undir.

Dagskrá er eftirfarandi:
Kl. 21:00 laugardagurinn 6. júní - Söngpartý með sjómannlögum í gamla bænum (Plásinu) í flutningi heimamanna.
Kl. 10:30 Sunnudaginn 7. júni - Sjómannadag. Lagður blómsveigur að minnismerki upp í kirkjugarði.
Kl. 11:00 Sunnudag 7.júní - Messa þar sem sjómaður verður heiðraður.
Kl. 14:00 Sunnudag 7. júní - Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna við Stykkishólmshöfn í tilefni dagsins. Flutt verður ræða og sjómannalög spiluð í kjölfarið.