Stakur viðburður

06.01.2020 20:00

Þrettándabrenna

Mánudaginn 6. Janúar 2020 kl. 20:00. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás í landi Stykkishólms. Óskum eftir hagstæðum vindstyrk og vindátt.
Við brennuna verða ýmis fyrirbæri á sveimi ásamt álfadrottningu og álfakóngi sem færa munu börnum blys. Fólk hvatt til þess að mæta með grímur og hatta og rifja upp gömlu góðu þrettándalögin.
Björgunarsveitin Berserkir verður með flugeldasýningu.