Stakur viðburður

04.12.2019 12:15

382. fundur bæjarstjórnar

Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar þann 4. desember 2019 kl. 12:15. Á dagskrá fundarins er aðeins eitt mál: „1910032 - Samþykkt um brottfall samþykktar um afgreiðslur byggingarnefndar Stykkishólmsbæjar - Heimild byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu“.

Fundurinn er boðaður þar sem málið var ekki samþykkt á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar með afbrigðum, en um er að ræða mál sem á fundi bæjarstjórnar í október var frestað þar til endanlegar tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar lágu fyrir bæjarstjórn, en þær voru boðaðar á dagskrá síðasta bæjarstjórnar. Það láðist hins vegar að boða hinu frestaði máli með upphaflegri dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar, en þó var málið boðað með uppfærði dagskrá um klukkustund eftir að upphaflegt fundarboð bæjarstjórnar var sent bæjarfulltrúum. 

Á fundi síðasta bæjarstjórnar var tillagan um að taka málið á dagskrá fundarins með afbrigðum samþykkt af fjórum bæjarfulltrúum H-listans, en þrír bæjarfulltrúar O-lista og L-lista greiddu atkvæði gegn því að málið væri tekið á dagskrá fundarins. Í samræmi við 2. mgr. 27. gr. sveitarstjórnarlaga var málið því ekki tekið til afgreiðslu á fundinum. 

Í ljósi framangreindrar afgreiðslu tilkynnti forseti að boða þyrfti til aukafundar bæjarstjórnar þar sem þetta eina mál yrði tekið til afgreiðslu. 

Fundurinn er öllum opinn.

Smellið hér til að skoða dagskrá fundarins.