Stakur viðburður

30.11.2019 16:00

Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur

Karlakór Reykjavíkur mun heimsækja Hólminn og flytja aðventudagskrá sína í Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 16.00. Einsöngvari á tónleikunum verður Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Hólmarinn Friðrik S. Kristinsson sem í ár fagnar 30 ára starfsafmæli með kórnum. Hólmarar og Snæfellingar allir eru boðnir velkomnir á tónleikana, aðgangur ókeypis.