Stakur viðburður

10.10.2019 09:00

Sjókonur á Snæfellsnesi

Í tilefni af Strandmenningarhátíð á Snæfellsnesi 2019 heimsækir Dr. Margaret E. Willson Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, laugardaginn 19. október kl. 17:00-19:00.

Margaret Willson er prófessor í mannfræði og Skandinavískum fræðum við Washington háskóla í Seattle. Hún hefur rannsakað sjósókn kvenna á fyrri öldum til nútíma og fundið mikið efni frá Snæfellsnesi. Í heimsókn sinni hyggst hún fræða viðstadda um konur frá Rauðseyjum, Höskuldsey, Bjarnareyjum, Oddbjarnarskeri, Flatey, Hergilsey, Brimils-völlum, Neshreppi, Múlasveit o.fl.

Margaret mun segja frá rannsóknum sínum auk þess að segja sögur kvenna og skiptast á vitneskju um líf og störf formæðra og núlifandi kvenna á sjó. Fólk má gjarnan koma með myndir og gögn af sjókonum á Snæfellsnesi. Margaret kemur með gögn um nokkrar konur af nesinu og segir sögur þeirra áður en boðið er til samræðna.

Þá verður Margaret einnig í Samkomuhúsinu á Arnarstapa föstudaginn 18. október, kl. 19:00-21:00 og á Bæringsstofu í Sögumiðstöðinni Grundarfirði laugardaginn 19. október, kl. 13:00.

Allir velkominr, aðgangur ókeypis.