Stakur viðburður

23.07.2019 20:00

Fundur um ferðaþjónustu í Stykkishólmi

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms boða til fundar um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu á Snæfellsnesi með áherslu á Stykkishólm í Amtsbókasafninu þriðjudaginn 23. júlí n.k. kl. 20:00. 

Markmið fundarins er að fá þá aðila sem sinna ferðaþjónustu í Stykkishólmi saman að samstarfsborði, varpa ljósi á það sem verið er að gera og horfa til framtíðar. Ræða um framtíðarhorfur og hvað við getum gert til að efla ferðaþjónustu í Stykkishólmi enn frekar. Gestastofa Snæfellsness verður kynnt og þau tækifæri sem í henni felast fyrir Stykkishólm og Snæfellsnes í heild.

Vakin er athygli á því að vegna framkvæmda er best að keyra fram hjá pósthúsinu, tjaldstæðinu og þannig að skólanum. Einnig er hægt að leggja hjá íþróttamiðstöð og ganga þaðan. 


Dagskrá

  1. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, fer yfir aðkomu og stefnumótun Stykkishólmbæjar í ferðaþjónustu og fyrirliggjandi verkefni.
  2. Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fer yfir verkefni Svæðisgarðsins Snæfellsness, sem er farvegur fyrir samstarf á Snæfellsnesi. Sérstök áhersla verður lögð á Gestastofu Snæfellsness sem opnaði í sumar.
  3. Stjórn Eflingar fer yfir  helstu verkefni
  4. Fyrirlesarar og verkefnastjórn Gestastofu Snæfellsness sitja fyrir svörum
  5. Önnur mál og umræður

Fundarstjóri er Grétar Pálsson 

Við hvetjum alla sem hagsmuna hafa að gæta af komu ferðamanna til Stykkishólms og aðra áhugasama til að mæta á Amtsbókasafnið og taka þátt í fundinum. 

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms.