Stakur viðburður

22.04.2019 17:00

Loftslagsbreytingar – framtíð á hlýnandi Jörð

Loftslagsbreytingar eru vafalítið stærsta og mikilvægasta vandamál okkar tíma. Aðgerðir okkar í dag gegn hlýnun Jarðarinnar munu hafa afgerandi áhrif á það í hvers konar heimi börnin okkar og afkomendur þeirra munu búa. Í fyrirlestrinum verður farið yfir áhrif loftslagsbreytinga og orsakir þeirra út frá nýjustu skýrslum og rannsóknum. Skoðaðar verða nýlegar pólitískar hreyfingar, bæði að hálfu stjórnvalda í heiminum sem og hreyfinga sem hafa sprottið upp úr grasrótinni og mögulegar lausnir sem boðið er upp á. Einnig verður reynt að rýna sérstaklega í áhrif loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim á lítið samfélag á landsbyggðinni. 

Að lokum er boðið til samræðu um loftslagsmál. Þetta er vandi sem ekkert okkar getur leyst eitt og sér en þetta er heldur ekki vandi sem verður eingöngu leystur af þjóðríkjum á alþjóðavettvangi. Samræða, uppbygging þekkingar og samstöðu innan minni samfélaga til þess að takast á við og berjast fyrir breytingum er gífurlega mikilvæg. Ykkur er boðið að hefja og taka þátt í þeirri samræðu.    

Hvar: Vatnasafnið, Stykkishólmi

Hvenær: 22. apríl 2019 (dagur Jarðarinnar og annar í páskum) frá 17:00 – 19:00

Fyrirlesari: Hjalti Hrafn Hafþórsson, heimspekingur  

 

Sjá viðburðinn á Facebook